sillogo

 

Boðað hefur verið til 47. Siglingaþings SÍL Laugardaginn 22. febrúar n.k. Þingið fer fram í Sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00.  Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Fulltrúar á þingi koma úr röðum aðildafélaga SÍL og hefur hvert félag rétt á að senda 3 fulltrúa.  Þeir sem áhuga hafa á að koma tillögum á framfæri á þingið er bent á að hafa samband við tillögubæra fundarmenn/félög skv. 3. grein laga sambandsins. Tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.