Siglingaþing 2021 Fundargerð

Fundargerð siglingaþings 2020

Siglingaþing 23.2.2019

Jón Pétur setur fund, leggur til að Guðrún Sívertsen verði Þingforseti og Andri Þór arinbjörnsson ritari. Fundur samþykkir.

Jón Pétur heiðrar Gísla H. Friðgeirsson og Úlf Hróbjartsson og veitir þeim gullmerki

Garðar Svansson hjá ÍSÍ ávarpaði fundinn og fjallaði m.a um mikilvægi þess að íþróttastarf sé sýnilegt og hvetur SÍL að nýta öll tækifæri til að auka sýnileika í siglingaíþróttum. Hann hvatti SÍL til að sækja í í þá sjóði sem hægt er og fjallaði um verkefni hjá ÍSÍ sem varða SÍL

Kjörbréfanefnd gerði athugasemdir við 3 kjörbréf vegna þess að dagsetningar samræmast ekki lögum félagsins en leggur til að fundurinn samþykki þau engu að síður. Fundurinn samþykkir það. Kjörbréf voru yfirfarin og tryggt að þeir sem hafa atkvæðarétt séu mættir. Það er staðfet og enginn mótmælir kosningu.

Kosið var í fjárhagsnefnd ásamt laga- og reglunefnd. Í fjárhagsnefnd voru kosnir Ólafur Bjarnason, Friðrik Hafberg og Arnar Jónsson. Í laga- og reglunefnd voru kosnir Ólafur Már Ólafsson, Gunnar Geir Halldórsson og Rúnar Þór Björnsson.

Jón Pétur yfirfór efni skýrslu stjórnar munnlega en hún verður lögð fram skriflega í heild sinni.

Jón Pétur yfirfór og útskýrði reikningana. Síðasta þing hafði samþykkt að árið kæmi út í tapi og var það niðurstaðan sbr ársreikning.

Guðrún gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og ársreikning. Fyrirspurn kom um óinnheimtar kröfur, Jón Pétur útskýrði að þetta væru nokkrar smáskuldir sem hann átti von á að yrðu greiddar. Aðalsteinn steig í pontu og þakkaði fyrir skýrslu stjórnar. Hann fjallaði um 29´er báta, keppnisstjórnun, gæðakerfi og skráningu mistaka. Ólafur Bjarnason steig í pontu lét í ljós ánægju með hvað miklu væri varið í kænustarf og unga siglingamenn

Guðrún lokaði mælendaskrá og bar upp reikninga til samþykktar. Jón Pétur útskýrði hvers vegna áritun Péturs Th vantar og fundur samþykkti reikninga

Jón Pétur kynnti þingskjal 1 sem er fjárhagsáætlun. Áætlunin er hærri en síðast en ekki mikill munur m.v síðustu ár

Kaffihlé tekið og fundur settur að nýju kl 13:34

Engar lagabreytingatillögur voru gerðar og engar aðrar tillögur

Þingskjal 2 var lagt fram en það er mótaskrá 2019. Nefndin lagði til að víxla opnunarmótum kæna og kjölbáta. Einnig gerð tillaga um að færa æfingabúðir til 14.-18.júlí og Íslandsmóti til 19.-21.júlí

Rúnar tekur til máls og rökstyður sína skoðun um að Íslandsmót ættu ekki að vera í júlí heldur síðar, biður um álit fleiri aðila. Ólafur segir frá því að mikil vinna sé við transport og að norðurlandamót í kænum er þannig tímasett að ekki tækist að senda Íslandsmeistara á það mót ef Íslandsmeistaramót er haldið í ágúst. E.t.v ætti að taka umræðu um þetta á formannafundi.

Breytingatillaga um að víxla opnunarmótum kjölbáta og kæna var samþykkt. Breytingartillögu um Íslandsmót var vísað til formannafundar og fundurinn samþykkir það. Kosið var um drög að mótaskrá og hún samþykkt.

Fjárhagsnefnt lagði til að rekstraráætlun yrði samþykkt óbreytt. Borið undir atkvæði og samþykkt

Tveir voru í framboði til formanns SÍL, Jón Pétur og Aðalsteinn. Fundarstjóri gerði tillögu að fyrirkomulagi við talningu atkvæða og tillagan var samþykkt.

Fundarstjóri lagði til að frambjóðendur kynni sig eftir stafrófsröð en Aðalsteinn mótmælti. Fundarstjóri lagði þá til að varpað yrði hlutkesti um hvor myndi kynna sitt framboð fyrst en Aðalsteinn mótmælti. Jón Pétur tilkynnti þá að hann myndi ekki kynna sitt framboð og Aðalsteinn tók til máls.

Gengið var til kosninga og voru greidd 15 atkvæði sem féllu svona:

Aðalsteinn 9 atkvæði

Jón Pétur 5 atkvæði

Ógild 1 atkvæði

Guðrún kynnti framboð til stjórnar, fimm voru í framboði og fjögur sæti í stjórn, atkvæði féllu svona:

Ólafur Bjarnason 9 atkvæði

Gunnar Geir Haraldsson 11 atkvæði

Sigurjón Magnússon 13 atkvæði

Áki Guðni 14 atkvæði

Ragnar Hilmarsson 13 atkvæði

Rúnar Þór Björnsson, Marcel Mendes Da Costa og Guðmundur Benediktsson gáfu kost á sér til að vera í varastjórn og var sjálfkjörið

Gunnar Haraldsson bauðst til að vera skoðunarmaður reikninga og Ólafur Már einnig

Lið 17 c) var vísað til stjórnar og fundi slitið