Siglingasamband Íslands leggur mikla áherslu á menntun þjálfara og öryggismál. Stöðug vinna fer fram við að bæta gögn og kennsluaðferðir fyrir þjálfara og siglingafólk auk þess sem afreksstefna SÍL er reglulega endurskoðuð. Þessi hluti vefsins er því í þróun og getur tekið nokkrum breytingum á næstu misserum.