sntander4Ólafur Víðir þjálfari úr Ými er á leið í alþjóðlegar æfingabúðir í Santander á norðurspáni með þrjá Laser siglara. Siglararnir eru þau Hulda Lilja Hannesdóttir Brokey Björn Heiðar Björnsson Nökkva og Hilmar Hannesson Brokey.  Æfingabúðirnar eru haldnar af Alþjóða siglingasambandinu ISAF og Spænska siglingasambandinu. Markmið með búðunum er að auka þátttöku á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Santander 2014. 

Æfingabúðirnar standa yfir í 7 daga og verður áhersla lögð á að leggja grunn að æfingaprógrammi sem nýtist til uppbyggingar á afreksstarfi heimafyrir.

Meðal þeirra þjóða sem taka þátt eru Moldóvía, Egyptaland, Serbía og Lettland.  Við munum fá fréttir af þeim á Facebooksíðu SÍL.