Print

\"\\"LogoSÍL\\"\"Nú um helgina var haldið 40. Siglingaþing SÍL. Fundarstjóri var Valdimar Leo Friðriksson og leiddi hann fundinn áfram af röggsemi.  Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sat einnig þingið og ávarpaði það og sagði frá góðu samstarfi SÍL og ÍSÍ.  Formaður SÍL minntist þess í ávarpi sínu að 40 ár eru liðin frá stofnun sambandsins og á þeim tíma hefði margt áunnist, eigi að síður stæði margt útaf og þá sérstaklega aðstöðu mál félaganna.  Einnig minntist hann á að fjármálin væru erfið og því væri gripið til róttækra aðgerða til að rétta við rekstur sambandsins og safna aftur fé til átaksverkefna. Formanni fannst mikilvægt að félögin nýttu þau verkfæri og tól sem SÍL hefur framleitt á undanförnum árum til að byggja upp starf sitt. Það þjónaði littlum tilgangi fyrir sambandið að leggja fram mikla vinnu sem færi síðan forgörðum ef félögin nýttu sér hana ekki.  Fyrir þinginu lágu veiga miklar lagabreytingar sem gengu í gegn snuðrulaus. Ný lög SÍL má finna hér en þau bíða nú samþykkis stjórnar ÍSÍ til að öðlast gildi. Smávægilegar breytingar urðu á stjórn SÍL Snorri Valdimarsson og Jakop Fríman Þorsteinsson gáfur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Nýjir komu inn þeir Ólafur Már Ólafsson og Martin Swift.  Ársskýrslu sambandsins má einnig nálgast hér á vefnum