Íslands­mót í sigl­ing­um kæna var haldið 7og 8 ágúst. Alls voru 30 kepp­end­ur skráðir og keppt í þrem­ur flokk­um, þ.e. Optim­ist, Laser Radial og opn­um flokki með forgjöf.

Alls voru sigld­ar átta um­ferðir.

Á Optim­ist urðu úr­slit þau að Högni Hall­dórs­son varð í 3. sæti, Ólaf­ur Áki Kjart­ans­son í 2. sæti en Hrafn­kell Stefán Hann­es­son varð Íslands­meist­ari. Þeir kepptu all­ir fyr­ir Sigl­inga­fé­lag Reykja­vík­ur,  Brokey.

Á Laser Radial varð Tara Ósk Markús­dótt­ir, Þyt í Hafnar­f­irði, í 3. sæti, Ísa­bella Sól Tryggva­dótt­ir, Nökkva Ak­ur­eyri, í 2. sæti en Íslands­meist­ari varð Þor­lák­ur Sig­urðsson, einnig úr Nökkva frá Ak­ur­eyri.

Úrslit í opna flokkn­um urðu þau að Aðal­steinn Jens Lofts­son frá Ými í Kópa­vogi varð í 3. sæti, Árni Friðrik Guðmunds­son úr Brokey í 2. sæti en Íslands­meist­ari í opn­um flokki varð Hólm­fríður Kol­brún Gunn­ars­dótt­ir, einnig úr Brokey.

Þökkum Brokeyingum, þjálfurum, áhöfnum gæslubáta og öllum sem gerðu þetta mót mögulegt fyrir þeirra framlag.

Þökkum líka öllum keppendum fyrir þátttökuna.

 

Staðan núna er að það öllu mótahaldi fullorðinna í íþróttum fullorðinna með snertingu hefur verið frestað. Vonum að flestir séu sammála um að það er enginn bragur á keppni á kjölbátum í vendingum, kúvendingum eða buffinu ef tryggja á 2 metra regluna eftir bestu föngum og engar snertingar. KSÍ hefur gengið styst í frestunum eða til 7. ágúst í bili. Eins og staðan er i dag er gert ráð fyrir frestun til allt að 13. ágúst sem er vel inní þær dagsetningar sem áætlað var að halda Íslandsmótið á. Þetta getur allt breyst með stuttum fyrirvara og því eru kjölbátamenn beðnir að fylgast vel með framvindu mála.    

Vegna þess að næstum allar þjóðir velja sitt landslið um mánaðarmótin ágúst/september hafa skipuleggendur ákveðið að fresta mótinu til 15-18 október 2020

Það gæti haft einhver áhrif á þátttakendur frá Íslandi

 

SÍL var að berast eftirfarandi póstur frá Danmörku:

Hello from Denmark,

We are arranging an alternative Nordic Championship from August 27-30 in Aarhus, Denmark. 

We would like to invite 15 boys and 15 girls from each Nordic country. 

We hope to see you – NOR will be attached here.

Contact: Sigrid Futtrup Havemann: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (+45 60207585)

We look forward to hearing from you.

Kind regards,

Sigrid Havemann and Kåre Hedegaard

 

Ef þið viljið fá nánari upplýsingar, sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.