LogoSilmd

Þann 25. febrúar síðastliðinn var haldið 44. Siglingaþing SÍL. Þingið var ágætlega sótt og má nefna að tvö nýstofnuð félög sendu fulltrúa og var vel tekið á móti þeim. Þessi félög eru Sjósportsklúbbur Austurlands sem stofnaður var á Eskifirði 2015 og Sigurfari - sjósportsfélag Akraness sem stofnað var í fyrra.

Nokkur endurnýjun var á stjórn SÍL. Nýir stjórnarmenn eru Andri Þór Arinbjörnsson og Ragnar Hilmarsson. Nýir varamenn voru kjörnir Ingvar Björnsson, Eyþór Agnarsson og Rúnar Þór Björnsson.

Á þinginu var samþykkt eftirfarandi tillaga um að SÍL marki sér stefnu um sjálfbærni:44. Siglingaþing 25. Febrúar 2017 felur stjórn Siglingasambands Íslands að marka sambandinu stefnu um sjálfbærni og leiðbeiningar fyrir aðildarfélögin til samræmis við þá stefnu, með hliðsjón af  áherslu Alþjóða Ólympíu-hreyfingunnar og Alþjóða siglingasambandsins, World Sailing. SÍL fagnar þessari tillögu en eins og fram kemur í tillögunni hefur World Sailing markað sér mjög skýra stefnu í þessum málum og er vinna þegar hafin hjá SÍL við innleiðingu hennar.

Árskýrslu SÍL 2017 má nálgast hér.