P51300162Opnað hefur verið fyrir skráningu á öryggis- og kennslubátanámskeið um næstu helgi (18-20. maí) sem haldið verður á Akureyri ef næg þáttaka færst á námskeiðið. Námskeiðið hefst þá kl. 19 á föstudagskvöldi og lýkur kl 17 á sunnudegi. Námskeiðið er samtals 20 klst og er þeim sem ljúka námskeiðinu og standast kröfur veitt skírteini því til staðfestingar.

Námskeiðið verður haldið í aðstöðu Siglingafélagsins Nökkva á Akureyri og á pollinum.

Námskeið þetta er samvinnuverkefni Slysavarnarskóla sjómanna (Sæbjörg) og Siglingasambands Íslands (SÍL). Námskeiðið er ætlað fólki se vinnur við (eða aðstoðar við) siglingakennslu og sér um að leiðbeina og tryggja öryggi nemenda sinna. Námskeiðið er unnið eftir kröfum frá Siglingasambandi Íslands. Markmið námskeiðsins er að kenna þær aðferðir og tækni sem er notuð á litlum vélbátum til að veita öryggi og björgun fyrir flota af kænum í kennslu eða keppni. Sá sem hyggst sækja öryggis- og kennslubátanámskeið SÍL og Sæbjargar skal hafa grunn þekkingu á kænum (þekkja helstu hluta hennar).

Lágmarksaldur er 16 ára (fæðingaár gildir).
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt (gott að mæta með skriffæri).
Nemendur mæti vel klæddir og tilbúnir til að fara á sjó (hafið í huga að það er kalt þessa dagana ekki eins og siglinga að sumri).
Matur er ekki innifalinn í námskeiðinu. 

Skráning er hafin undir flipanum skráningar hér til vinstri.