Tilkynning um keppni Íslandsbikar 2025
- Details
Í samræmi við ákvarðanir Siglingaþings þá eru nýjar áherslur í keppnishaldi þetta árið. Opnunarmót, Faxaflóamót og Lokamót verða í raun ein mótaröð og því er tilkynning um keppni gefin út um mótaröðina. Ekki verður siglt í Hafnarfjörð eða inn í Fossvog vegna Opnunar- og Lokamóts er horft er til þess að siglaupp á skipaskaga á Faxaflóamótinu. Þar sem ekki eru gefnar upp brautir eða slíkt í tilkynningunni þá verða kappsiglingafyrirmæli gefni út með meiri fyrirvara en áður.
Vakin er athygli á því að til að keppa á mótum SÍL þurfa keppendur að vera í viðurkenndu Siglingafélagi og hafa keppnisleyfi frá SÍL. Hægt er að sækj um slíkt leyfi HÉR en einnig á rafrænni upplýsingatöflu mótaraðarinnar.
Öll skjöl er varða mótið eru á rafrænni upplýsingatöflu mótsins sem má finna á Racingrulesofsailing.org
Kjölbáta klíník - Keppnisnámskeið fyrir kjölbáta
- Details
Fjögura daga æfingabúðir fyrir kjölbáta verða haldnar við æfingasvæði kjölbátadeildar Brokeyjar dagana 5-8 júní. Í lok dags verður farið yfir æfingar og lærdóm dagsins á Skybar. Þjáflari er Will Sargent. Will hefur starfað sem þjálfari og keppnenda í siglingum síðustu 5 ár víða um heim. Henn er tvöfaldur heimsmeistari á SB20 og vann landsmót Ástrala í kjölbátum í ár. Will hefur siglt á ýmsum gerðum kjölbáta í gegnum tíðina TP52, J70,SB20 Cape 31 og 6 metra flokknum. - Á síðustu árum hefur hann einnig haldið kjölbáta keppnisnámskeið í ma. Belgiu, Ástralíu, Hollandi og Bretlandi.
Námskeiðið fer fram á ensku dagskrá og er opið öllum sem munstrað geta sig á Kjölbát námsefni má finna hér.
Hér má finna hlekk á skráningu
Verð á mann er 25.000,-
Kappsiglingareglur 2025-28
- Details
Nýjar kappsiglingareglur tóku gildi nú um áramótin.
Námskeið fyrir siglingamenn verður haldið helgina 15-16. mars undir handleiðslu Aðalsteins Jens Loftssonar. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Ýmis í Kópavogi. hefst klukkan 10 laugardaginn 15 mars.
Námskeiðs verð er ISK 12500 og felur í sér veitingar og hádegis snarl.
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í keppnum í sumar eru hvattir til að skrá sig á námskeiðið á skráningarsíðu SÍL
Áramót Ýmis - svalasta keppni ársins?
- Details
Svalasta keppni ársins er án efa Áramót Ýmis keppnin veðrur þann 31. des ef veður og ísar leyfa. Gestum og gangandi verður boðið upp á kaffi kakó og með því frá klukkan 10 um morgunin. Skipstjórafundur verður klukkan 1200 og keppnin undir stjórn Aðalsteins Jens Lofstssonar.
Tilkynningu um keppni má finna hér
Page 1 of 24