ÍSÍ hefur sett tvö siglingafélög í keppnisbann vegna vanskila á starfsskýrslum. Keppnisbannið gildir frá og með deginum í dag og nær bannið til allra aldurshópa viðkomandi félaga. Til að losna undan banninu þurfa félögin að skila starfsskýrslum til ÍSÍ með rafrænum hætti í gegnum skýrslukerfi Felix. Félögin í keppnisbanni eru:

Kajakklúbburinn Kaj félag kajakræðara á Austurlandi

Siglingafélagið Sæfari Ísafirði