Siglingasamband Íslands leitar að starfsmanni í hlutastarf á skrifstofu sambandsins í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, er jákvæður og á auðvelt með samskipti við fólk á öllum aldri. Starfsmaður heyrir beint undir stjórn sambandsins og megin hlutverk er eftirfylgni við stefnu og markmið hennar.

STARFSSVIÐ

  • Daglegur rekstur og stjórnun. Í því felst m.a. gerð ársáætlunar, rekstraráætlunar og eftirfylgni við stefnu og markmið stjórnar
  • Sjá um samskipti sambandsins, við hagsmunaaðila ÍSÍ og alþjóða aðila, vefsíðu sambandsins og samfélagsmiðla.
  • Halda utan um viðburði og fundi á vegum sambandsins.
  • Gæðamál, eftirfylgni með mótahaldi og keppnisgögnum.
  • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð
  • Bóka ferðir á íþróttamót og fundi sem sambandið sækir.
  • Önnur tilfallandi verkefni skv ákvörðun stjórnar.

HÆFNISKRÖFUR

  • Mjög góður í mannlegum samskiptum.
  • Geta tjáð sig í ræðu og riti á Íslensku og ensku. 
  • Skipulagshæfni og getu til að starfa sjálfstætt.
  • Sveigjanleiki í vinnutíma.
  • Þekking á helstu forritum Microsoft office. 
  • Jákvæðni og metnaður.
  • Bílpróf og aðgangur að bíl.

´Áhugasamir sendi umsóknarbréf og ferilskrá á netfagnið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 3. apríl 2020.