husavikSiglingafélagið Knörr bíður okkur öll velkominn á æfingabúðir í Reykjanes í sumar.  Búðirnar verða í samvinnu Knarrar og SÍL dagana 26.júní til 2. júlí. Búið er að ráða Íslandsvininn Tom Wilson til að leiða búðirnar í ár en hann hefur verið oft með okkur áður síðast 2015 á Akranesi.  Hugmyndin er að í ár munum við bjóða uppá sérstaka þjálfara samvinnu á búðunum undir skipulagi Tom auk þess sem ætlunin er að höfða til nýrra og minni siglinafélaga á landinu með sérstökum hóp og svo að sem flestir fái tækifæri til að koma og sigla saman. 

Skipulagsvinna að búðunum er komin á fullt og vonumst við að allar upplýsingar um mat, verð og gistingu liggi fyrir sem allra fyrst.