Siglingaþing23 2Laugardaginn 18. febrúar fór fram 50. Siglingaþing. Á þingið voru mættir fulltrúar frá 5 siglingafélögum og fóru þeir yfir starf síðasta árs og lögðu línur fyrir starfið framundann. Þingið fór vel fram undir styrkri fundartjórn Þingforseta Finns Torfa Stefánssonar sem var formaður Siglingasambandsins á öðru ári þess árið 1976. Gestir þingsins voru þeir Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem ávarpaði þingið.  Á þinginu fór einnig fram kosning til stjórna og í stuttu mál þá var stjórnin endurkjörin með þeirri breytingu að í stað Ríkarðs Daða Ólafssonar var kosin Maria Sif Guðmundsdóttir í sæti varamans.  Hægt er að nálgast skýrslu stjórnar hér og þinggerðin hér.