sillogoSiglingaþing hefur verið boðað þann 24. febrúar og verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Hvert aðildar félag SÍL hefur rétt á þremur fulltrúm á þinginu. Þingið verður með nýju sniði þetta árið en eftir lagabreytingar þá starfa nefndir SÍL nú á milli þinga og starfa því ekki í þinghléi. Þannig gefst þeim lengri tími til að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu og skila áliti í samræmi við það.