Keppnin á Laser Radial var þó nokkru harðari en verið hefur undanfarin ár og aðeins munaði einu stigi á fyrsta og öðrusæti. Í fyrsta sæti var Þorlákur Sigurðsson úr Nökkva Akureyri en í öðru sæti var Hulda Lilja Hannesdóttir úr Brokey Reykjavik og í því þriðja var Hrefna Ásgeirsdóttir Brokey Reykjavík, til gamans má geta að í fjórða sæti var Lilja Gísladóttir frá Nökkva Akureyri. Í Laser Radial flokki voru 9 keppendur og þar af 3 stúlkur sem allar voru í fjórum efstu sætunum.

Ef færri en 5 bátar eru í flokki lenda þeir í opnum flokki. Í ár voru þrjár gerðir báta í opnum flokki. Laser 4,7 sem er einmenningsbátur auk 29er, 420 og Topper Topaz.  Það voru feðgarnir á Aðalsteinn Lofstson og Eyþór Aðalsteinson úr Ými í kópavogi sem unnu opna flokkin á 29er í öðru sæti urðu þeir Sigurgeir Sæberg og Daníel Alpi á Topper Topaz úr Nökkva Akureyri og þriðjasætið skipuðu þeir Aron Sigurjónsson og Heiðar Örn Kristveigarson úr Nökkva einnig á Topper Topaz

Nánari úrslit má finna hér