Opnunarmót kjölbáta fór fram laugardaginn 20. maí. Sigld var „stórskipaleið“ frá Reykjavík til Hafnarfjarðar í glampandi sól. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sá um framkvæmd mótsins.

Úrslit urðu eftirfarandi:

sæti bátur seglanr. forgjöf félag skipstjóri sigldur tími leiðr. tími
1 Dögun 1782 0.839 Brokey Magnús Waage 03:24:40 02:51:43
2 Sigurborg 9845 0.932 Ýmir Hannes Sveinbjörnsson 03:06:03 02:53:24
3 Lilja 2720 0.970 Brokey Arnar Freyr Jónsson 03:01:20 02:55:54
4 Ögrun 9800 1.000 Brokey Guðmundur Gunnarsson 03:05:40 03:05:40
5 Ásdís 2217 0.823 Þytur Árni Þór Hilmarsson 03:57:54 03:15:48