Um helgina fór fram Íslandsmót í kænusiglingum 2017 og var það Þytur Siglingaklúbbur Hafnarfjarðar sem hélt mótið. Voru aðstæður mjög góðar, bæði á sjó og í landi. Þátttaka var góð en alls voru keppendur 33 á 30 bátum. Keppt var í fjórum flokkum: Optimist A og B, Laser Radial og opnum flokki. Sigldar voru 6 umferðir.

Úrslit urðu eftirfarandi:

    Optimist A   Optimist B    Laser Radial    opinn flokkur 
1.    Emil Andri Ólafsson, Nökkva   Daði Jón Hilmarsson, Nökkva   Þorlákur Sigurðsson, Nökkva   Björn Heiðar Rúnarsson, Laser Standard, Nökkva
2.    Axel Stefánsson, Brokey   Hjalti Björn Bjarnason, Brokey   Þorgeir Ólafsson, Brokey   Ísabella Sól Tryggvadóttir, Laser 4.7, Nökkva
3.    Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey   Salina Schwoerer, Nökkva   Lilja Gísladóttir, Nökkva   Tara Ósk Markúsdóttir, Laser 4.7, Þyt

 

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglingaklúbbins Þyts, en þar má einnig sjá myndir frá mótinu.

optimist