islmot

Siglingafélagið Ýmir hélt nú um helgina Íslandsmót kjölbáta 2017 og verður ekki annað sagt en að mótið tókst með eindæmum vel. Veðrið lék við keppendur, sólin skein á heiðskírum himni alla þrjá keppnisdagana og vindur var nógur og ekki síst fjölbreytilegur. Alls voru sigldar átta umferðir, en hver áhöfn kastar sinni lökustu og því eru það þær sjö bestu sem teljast til úrslita. Eftir tveggja daga keppni var Besta frá Brokey með örugga forustu en á þriðja degi gekk henni ekki eins vel og aðrir bátar náðu að klifra upp stigatöfluna. Það var því mikil spenna alveg fram í síðustu umferð. Að lokum voru Besta og Dögun jafnar að stigum og er þá farið eftir þeirri reglu að raða skuli þeim umferðum sem telja frá þeirri bestu til þeirrar lökustu og þar sem skilur á milli ráðast úrslitin.

Úrslitin urðu að lokum þessi:

bátur forgjöf félag 1. umf 2. umf 3. umf 4. umf 5. umf 6. umf 7. umf 8. umf samtals samt. m. brottkasti
BESTA 0,942 Brokey 1 1 1 1 3 5 3 5 20 15
DÖGUN 0,839 Brokey 3 2 2 3 2 1 2 3 18 15
ÍRIS 0,886 Brokey 4 3 4 4 1 2 1 2 21 17
AQUARIUS 0,985 Brokey 2 5 6 5 4 3 4 1 30 24
SIGURBORG 0,932 Ýmir 5 4 5 2 5 6 5 4 36 30
ICEPIC 0,929 Þytur 7 6 3 6 6 4 6 6 44 37
ÖGRUN 1,000 Brokey 6 7 7 7 7 8 7 7 56 48
ÁSDÍS 0,823 Þytur 8 8 8 8 8 7 8 8 63

55