Siglingasamband Íslands

 

                   Center Hotels P B 3

      Styður við siglingar á Íslandi

 

WS logo 2016

logo eurosaf 366x366 400x400

 

isi

 

lotto merki_rgb_sm

Isl getspa_rgb_SM

 

Valmynd

  • Forsíða
  • Um SÍL
  • Dagatal
  • Fréttir
  • Mótahald
  • Fræðsla og þjálfun
  • Siglingafélög
  • English

Siglingasamband Íslands
Engjavegi 6, 104 Reykjavík
tel: (+354) 514 4210
sil@silsport.is

Siglingasamband Íslands notar ekki vafrakökur

Nýtt merki SÍL

Details
Created: 26 February 2024

image.jpegSiglingaþing starfaði með nýju sniði á laugardag og gekk afar vel fyrir sig. Í stað þess að nefndir starfi á þingu voru þær kosnar á síðasta ári og höfðu því möguleikann á að hittast fyrir þingið og fara vandlega yfir tillögur sem lágu fyrir þinginu og taka til þess þann tíma sem til þess þurfti.  Það lágu svo sem ekki margar tillögur fyrir þinginu að þessu sinni en afgreiðslan gekk hratt fyrir sig.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reiknginar auk þess sem samþykktar voru lagabreytingar og nýtt merki SÍL. Stefnan er tekin á áframhaldandi uppbygginu á fræðslustarfi og menntun þjálfar og keppnisstjórna á árinu. Gunnar Haraldsson var endurkjörinn formaður og flestir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og mun stjórnin skipa með sér verkum á næsta fundi.  Ný í vara stjórn er Susanne Möckel ræðari úr Kayakklúbbnum. Eins og minnst var á hér að framan var samþykkt nýtt merki SÍL sem byggir á litum og formum úr gamla merkinu. Hönnuður er Björn Jónsson Grafískur hönnuður og siglingamaður. Með lagabreytingu þingsins opnuðust möguleikar á nýju merki og nútímalegu sem hægt er að aðlaga að mismunandi notum þess. Hér eftir fylgja myndir af merkinu í mismunandi útfærslum 

Read more: Nýtt merki SÍL

51. Siglingaþing

Details
Created: 24 February 2024

 

Í dag verður haldið 51. Siglingaþing SÍL. Þingið verður með hefðbundum hætti og haldið í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Skýrsla stjórnar liggur fyrir og er hægt að nálgasthana hér.  Það er ekki margt sem liggur fyrir þinginu, fjallað verður um mótaskrá komandi sumars og drög að næsta sumri lSiglingaþing23 2ögð. Ein lagabreyting liggur fyrir og um að fella út ákvæði um merki SÍL úr lögum. Nánar veðrur fjallað um þingið eftir að því er lokið og samþykktir ligga fyrir. 

51. Siglingaþing verður haldið 24. febrúar

Details
Created: 24 January 2024

sillogoSiglingaþing hefur verið boðað þann 24. febrúar og verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Hvert aðildar félag SÍL hefur rétt á þremur fulltrúm á þinginu. Þingið verður með nýju sniði þetta árið en eftir lagabreytingar þá starfa nefndir SÍL nú á milli þinga og starfa því ekki í þinghléi. Þannig gefst þeim lengri tími til að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu og skila áliti í samræmi við það.

 

Siglingafólk ársins 2023

Details
Created: 02 January 2024

Siglingaf2023

Áramót Ýmis fór fram á gamlársdag eins og hefð er fyrir, ekki gafst færi á að setja báta á flot og hafa hefðbunda keppni þar sem kalt var og Fossvogin hafði lagt.  Eigi að síður var góð mæting enda hefur siglingafólk gaman af því að hittast og ræða málin. SÍL nýtti tækifærið til að verðlauna Siglingafólk ársins veita Íslandsbikarinn og efnilegasta siglarann.  Hólmfríður Gunnarsdóttir Brokey var útnefnd siglingakona ársins og Sigurður Haukur Birgisson var útnefndur Siglingamaður ársins. Mahaut Ingiríður Matharel Nökkva var útnefnd Siglingaerefni ársins.  Við útnefningar var horft til frammistöðu og ástundunar á árinu.  Það var svo áhöfnin á Dögun sem vann Íslandsbikarinn í ár. 

Page 6 of 57

  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • ...
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • ...
  • You are here:  
  • Home

Back to Top

© 2025 Siglingasamband Íslands