Vegna Íslandsmóts 2019
- Details
Af gefnu tilefni hefur farið fram ítarleg skoðun á framkvæmd Íslandsmóts kjölbáta 2019. Rýnt hefur verið í lög, reglugerðir og gögn er málið varða og leitað álits, m.a. hjá ÍSÍ. Niðurstaðan er sú að ekkert gefur tilefni til annars en að líta svo á að Íslandsmótið hafi farið fram og, í samræmi við verðlaunaafhendingu í lok mótsins, sé Íslandsmeistari í siglingum kjölbáta árið 2019 áhöfnin á Bestu. Silfurverðlaunin hlýtur Sigurvon og Dögun hneppir bronsið.
Frá formanni SÍL
- Details
Lokamót kjölbáta 2019
- Details
Lokamót kjölbáta 2019 verður haldið 31. ágúst. Að venju er það Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi sem sér um framkvæmd mótsins. Nánari upplýsingar má finna í tilkynningu um keppni.
Skráningarfrestur er til kl. 21:00 fimmtudaginn 29. ágúst.
Íslandsmót kjölbáta 2019
- Details
Íslandsmót kjölbáta 2019 verður haldið 15. til 18. ágúst, en að þessu sinni sér Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey um framkvæmd mótsins. Allar nánari uppplýsingar má finna í tilkynningu um keppni - NOR eða hjá Brokey.
Page 24 of 47