sillogo.png

Laugardaginn 18. febrúar n.k. verður haldið 50. þing Siglingasambands Íslands.  Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00. Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Hvert siglingafélög innan SÍL  hafa rétt á að tilnefna 3 fulltrúar til að sitja þingið sem eru með tillögu og atkvæðisrétt. Samkvæmt lögum sambandsins (gr.3.5) skulu tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.