Það blés byrlega um helgina þegar opnunarmót kjölbáta fór fram.  Því miður kom veður og lokanir vegna leiðatogafundar illa við keppendur því þeir náðu ekki að ferja báta sína til Hafnarfjarðar á mótið. Því náðu aðeins tveir báta að taka þátt í mótinu Ísmolinn úr Hafliða og Seiglurnar sigldu svo Sif úr Ými. Að sama skapi var keppnin einstaklega spennandi og þegar fjórum umferðum var lokið voru bátarnir jafnir að stigum. Það þurfti því að leggjast djúpt í reglubækur til að skera úr um hver sigurvegarinn yrði.  Í töflunni hér að neðan má sjá að ekki munaði miklu á milli bátanna. 

Bátur Skipstjóri M-Tími1 R-Tími1 Sæti M-Tími2 R-Tími2 Sæti M-Tími3 R-Tími3 Sæti M-Tími4 R-Tími4 Sæti
Sif Sigríður Ólafsdóttir 00:14:24 00:13:30 1 00:14:02 00:13:10 2 00:14:07 00:13:14 1 00:15:18 00:14:21 2
Ísmolinn Gunnar Geir Haldórsson 00:14:15 00:13:52 2 00:13:16 00:12:55 1 00:15:25 00:15:00 2 00:14:44 00:14:20 1

ism opnunarmót 2opnunarmót sif