Siglingasamband Íslands

 

                   Center Hotels P B 3

      Styður við siglingar á Íslandi

 

WS logo 2016

logo eurosaf 366x366 400x400

 

isi

 

lotto merki_rgb_sm

Isl getspa_rgb_SM

 

Valmynd

  • Forsíða
  • Um SÍL
  • Dagatal
  • Fréttir
  • Mótahald
  • Fræðsla og þjálfun
  • Siglingafélög
  • English

Siglingasamband Íslands
Engjavegi 6, 104 Reykjavík
tel: (+354) 514 4210
sil@silsport.is

Siglingasamband Íslands notar ekki vafrakökur

Jólagleði og uppskeruhátíð 2017

Details
Created: 05 December 2017

24233788 549144475453048 4687450701817708544 n

Jólagleði og uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu laugardaginn 9. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Í boði er jólahlaðborð á aðeins 2.500 kr.

Veitt verða verðlaun þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Að venju verða afhent verðlaun þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Einnig verður Íslandsbikarinn afhentur. Kjörið tækifæri fyrir siglinga- og kayakfólk til að koma saman og eiga notalega stund á aðventunni. Hægt er að tilkynna þátttöku á facebook-síðu SÍL, en það hjálpar okkur að áætla fjölda matargesta. Allir hjartanlega velkomnir.

 

Úlfur í siðanefnd World Sailing

Details
Created: 05 December 2017

ulfurÚlfur H. Hróbjartsson var á nýafstöðnum aðalfundi Alþjóða siglingasambandsins (e. World Sailing, WS) tilnefndur í siðanefnd sambandsins. Úlfur, sem var formaður SÍL 2007-2016, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vettvangi siglingaíþróttarinnar, m.a. situr hann þróunar- og svæðisnefnd WS (Development and Regions Committee) og á síðasta ári var hann kjörinn á aðalfundi Norræna siglingasambandsins til að sitja sem annar af tveimur fulltrúum þess í ráði World Sailing (e. WS Council). Ljóst er að Úlfur hefur áunnið sér mikið traust á þessum vettvangi og er mikill ávinningur fyrir okkur að eiga svo öflugan fulltrúa sem hann er. Við óskum honum til hamingju með tilnefninguna.

SÍL fær styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Details
Created: 20 October 2017

SÍL hefur hlotið 600.000 kr. styrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. 

Á þessu ári hefur SÍL tekið þátt í nokkrum erlendum verkefnum og enn eru nokkur eftir. Þessi verkefni felast m.a. í því að undirbúa þátttöku á HM í Árósum á næsta ári og stefnt er að því að eiga keppenda á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. Verið er að vinna að því að efla afreksstarf sambandsins og er það m.a. þátttakandi í þróunarverkefni Alþjóða siglingarsambandsins sem nefnist "Emerging Nations Program". Styrkir sem þessir eru nauðsynlegir til að SÍL geti sent keppendur á erlend stórmót og þessi styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ muni án efa efla sambandið enn frekar hvað varðar þátttöku í alþjóðlegu afreksstarfi.

Á myndinni eru Lilja Sigurðardóttir, formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, og Jón Pétur Friðriksson, formaður SÍL, við undirritun samnings vegna styrksins.

 undirritun samnings

Hálfmaraþon Kayakklúbbsins 2017

Details
Created: 20 September 2017

Þann 16. september var loksins hægt að halda Hálfmaraþon Kayakklúbbsins sem átti að vera 2. september en var þá frestað vegna veðurs.

Úrslit mótsins:

  karlar - ferðabátar            
  Nafn Bátur Euro-ár Grænl. ár Vængár Tími Grótta Tími Nauthólsvík
1 Ólafur B. Einarsson Wave 55     X 01:19:57 02:22:57
2 Sveinn Axel Sveinsson Rockpool Taran     X 01:22:52 02:33:30
3 Örlygur Sigurjónsson Walley Q-Boat X     01:30:05 02:50:58
4 Páll Reynisson Explorer   X   01:45:18 03:28:12
5 Edwin Zanen Seawolf X     01:45:53 hætti keppni
6 Halldór Guðfinnsson Walley Nordkap     X 01:49:14 hætti keppni
               
  karlar - keppnisbátar            
1 Gunnar Svanberg EPIC V8 pro     X 01:21:41 02:38:42
               
  konur - ferðabátar            
1 Unnur Arnardóttir Lettmann Eski X     01:37:49 03:14:39

Page 43 of 57

  • 38
  • 39
  • ...
  • 41
  • 42
  • 43
  • 44
  • ...
  • 46
  • 47
  • You are here:  
  • Home

Back to Top

© 2025 Siglingasamband Íslands