Opnunarmót kæna 2016 - tilkynning um keppni
- Details

Opnunarmót kæna verður haldið af Siglingafélaginu Ými laugardaginn 28. maí. Siglt verður á Skerjafirði og verður keppt í tveimur flokkum: Optimist og opnum flokki.
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00, fimmtudaginn 26. maí með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar fást hjá Aðalsteini Jens Loftssyni í síma 693 2221 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Hér er tilkynning um keppni á heimasíðu Ýmis.
Tilkynning um keppni Opnunarmót Kjölbáta
- Details
Opnunarmót Kjölbáta fer fram þann þann 21. maí næstkomandi. Það er siglingafélagið Þytur sem sér um mótið nánar um siglingasvæði verður gefið upp í kappsiglingafyrirmælum.
Athugið að skráningar frestur er viku fyrir mótið
Á sama tíma er rétt að minna eigendur kjölbáta á að sækja um forgjöf svo þeir getir tekið þátt í mótinu.
Keppnisstjóri er Egill Kolbeinsson og er frekari fyrirspurnum beint til hans á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
IRC forgjafir 2016
- Details
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir forgjöf kjölbáta 2016. Að vanda eru þetta IRC forgjafir gefnar út af RORC í Bretlandi. Til að sækja um forgjöf þarf að fylla út viðeigandi eyðublað sem er að finnna á hlekkjum hér að neðan og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Nánar upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu IRC. Ársrit IRC er einnig komið skrifstofu SÍL og þeir sem óska eftir því að fá eintak sent, geta sent beiðni þess efnis á netfangið hér að ofan.
Umsóknareyðublöð er að finna á hlekkjum hér að neðan
Endurnýjun forgjafar (aðeins ef bátur hefur haft gilda forgjöf á árunum 2011-215)
Ný forgjöf (ath: skráin er þjöppuð)
Siglingaþing 2016
- Details
Nú um helgin fór fram 43. Siglingaþing Siglingasambands Íslands. Þingið gekk vel og hratt fyrir sig ofg fá átaka mál sem lágu fyrir því.
Samþykkt var mótaskrá fyrir 2016 og fyrir 2017 einngi sem lögð voru fyrir þingið ný kappsiglingafyrirmæli SÍL sem munu birtast fyrir sumarið.
Á þinginu var kosinn nýr formaður Jón Pétur Friðriksson auk þess sem ný stjórn var kosin:Arnar Freyr Birkisson, Kjartan Sigurgeirsson, Ólafur Már Ólafsson
og Kristján Sigurgeirsson. Varamenn voru kosnir Andri Þór Arinbjarnarsson, Martin Swift og Úlfur H. Hróbjartsson
Page 43 of 50