Forgjafir 2015
- Details
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir forgjöf kjölbáta 2015. Að vanda eru þetta IRC forgjafir gefnar út af RORC í Bretlandi. Til að sækja um forgjöf þarf að fylla út viðeigandi eyðublað sem er að finnna á hlekkjum hér að neðan og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Nánar upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu IRC. Ársrit IRC er einnig komið skrifstofu SÍL og þeir sem óska eftir því að fá eintak sent, geta sent beiðni þess efnis á netfangið hér að ofan.
Umsóknareyðublöð er að finna á hlekkjum hér að neðan
Endurnýjun án breytinga
Endurnýjun með breytingum
Ný forgjöf (ath: skráin er þjöppuð)
Af Siglingaþingi.
- Details
Siglingaþing var haldið nú á laugardaginn 21.febrúar. Þingforseti var Gísli Árni Eggertsson frá ÍTR og fyrrum stjórnarmaður SÍL. Því miður var mæting á þingið slök og dugði hún rétt til að manna nefndir. Hvað veldur áhugaleysi siglingafélaganna er óljóst en vonandi er þetta ekki vísbending um áhugaleysi á framgangi siglingaíþróttarinnar. Fyrir þinginu lá ný afreksstefna og var hún samþykkt með smá breytingum. Einnig var samþykkt mótaskrá fyrir 2015 og dagsetningar fyrir 2016.
Fyrir þinginu lá einnig gátlisti fyrir mótahald og leiðbeiningar fyrir keppnisstjórn. Sá listi verður settur á vefsíðu SÍL á næstu dögum. Árskýrslu SÍL 2014 má nálgast hér.
42. Siglingaþing
- Details
Nú líkur senn starfsári SÍL. 42. Siglingaþing hefur verið boðað þann 21.febrúar og fer þingið fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Dagskrá þings verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnarstarfa sendi línu þess efnis á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Frá uppskeruhátíð
- Details

Page 47 of 50