Því miður hefur reynst nauðsynlegt að færa æfingabúðirnar til Hafnarfjarðar og er það von allra sem að þeim standa að það verði til þess að mun fleiri sjái sér fært að taka þátt. Fyrirkomulagið verður með mjög svipuðu sniði en þó verða gerðar örlitlar breytingar á dagskránni. Allir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að skrá sig sem allra fyrst hjá Siglingaklúbbnum Þyt á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjaldið er áfram óbreytt 17.000 kr.

Hér má svo finna uppfærða dagskrá æfingabúðanna 2016.

sillogo43. þing Siglingasambands Íslands verður haldið laugardaginn 20. febrúar n.k. Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00.

Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins.

Tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.

Að venju munu kosningar til stjórnar fara fram á þinginu og eru þeir sem vilja taka þátt í stjórnarstörfum beðnir um að bjóða sig fram við stjórn SÍL á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig verður kosið um formann en Úlfur Hróbjartsson mun ekki gefa kost á sér til frekari formennsku og verður því spennandi að vita hver tekur við af honum.

fingabudirLoksins liggur fyrir dagskrá fyrir Æfingabúðirnar á Akranesi nú í júlí. Æfingabúðirnar í ár eru í umsjón siglingafélaganna á höfuðborgarsvæðinu, Brokeyjar, Ýmis og Þyts. Yfirþjálfari verður íslandsvinurinn Tom Wilson. Siglingasvæðið við Akranes er afar spennandi og er von okkar að veðrið verði sem allra best. Til að skrá sig er bent á þjálfara og stjórnir siglingafélaganna. 

ÍSÍ hefur sett tvö siglingafélög í keppnisbann vegna vanskila á starfsskýrslum. Keppnisbannið gildir frá og með deginum í dag og nær bannið til allra aldurshópa viðkomandi félaga. Til að losna undan banninu þurfa félögin að skila starfsskýrslum til ÍSÍ með rafrænum hætti í gegnum skýrslukerfi Felix. Félögin í keppnisbanni eru:

Kajakklúbburinn Kaj félag kajakræðara á Austurlandi

Siglingafélagið Sæfari Ísafirði

 

 

DthjalfararSILagana 14-17. maí verður haldið námskeið fyrir siglingaþjálfara um er að ræða 1. stig siglingaþjálfara. Kennari er Ólafur VÍðir Ólafsson. Ólafur er íþróttafræðingur og hefur lokið öllum þremur stigum siglingaþjálfunar hjá SÍL.   Þær kröfur eru gerðar til nemenda að þeir hafi fullt vald á að sigla seglbát sambærilegu 4.stigi í "Siglingabókinni" og nái 18 ára aldri á árinu. Verð á námskeiðið er  20.000 krónur á mann. Innifalið í verðinu eru kennslugögn. Ekki er enn búið að ´ákveða hvar á höfuðborgarsvæðinu námskeiðið fer framm tilkynnt verður um það eftir helgi.

Þeir sem vilja skrá sig eða einstaklinga á námskeiðið hafi samband við SÍL með tölvupósti - sil(hja)silsport.is.Takið fram nöfn og kennitölur þeirra sem sækja vilja námskeiðið auk upplýsinga um greiðanda.

 

Subcategories