42. Siglingaþing
- Details
Nú líkur senn starfsári SÍL. 42. Siglingaþing hefur verið boðað þann 21.febrúar og fer þingið fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Dagskrá þings verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnarstarfa sendi línu þess efnis á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Frá uppskeruhátíð
- Details
Uppskeruhátíð 2014
- Details
Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Laugardal- laugardaginn 15.nóvember klukkan 1900 - Árið verður gert upp og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á árinu.
Hlaðborð innifalið í verði og drykkjarföng verða seld á vægu verði- Aðgangseyrir er 4500kr sem greiðast við innganginn. Skráið ykkur sem allra fyst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - lokað verður á skráningar fimmtudagskvöld 13.nóvember.
Dögun Íslandsmeistari í sjöunda sinn
- Details
Íslandsmeistaramóti Kjölbáta lauk á Skerjafirði í gær Mótið hefur staðið yfir frá því á fimmtudag en þá voru sigldar tvær umferðir. Á föstudeginu blés ekki byrlega en fresta varð keppni um nokkuð skeið á meðan beðið var eftir vindi. Hann kom þó að lokum svo hægt var að taka tvær umferðir til viðbótar.
Á Laugardeginum var veðrið andstað þess sem verið hafði daginn áður, komin var norðan átt 8 -11 metrar á sekúndu inn við Fossvog og enn hvassar út við Gróttu en þangað var siglt í lengstu keppni dagsins. Alls voru siglda fjórar umferðir á laugadag þannig að alls voru sigldar átta umferði á mótinu í afar fjölbreittum aðstæðum
Það reyndi bæði á menn og báta í rokinu á Laugardag rifa þurfti segl og nokkuð var um að búnaður gæfi sig. Sérstaklega voru að lásar brotnuðu eða opnuðust og upphöl sem festust eða slitnuðu auk þess sem nokkur segl rifnuðu. það reyndi því ekki aðeins á siglingahæfileika keppenda heldur viðgerðarhæfileika þeirra líka.
Page 52 of 55