Á undanförnum árum hefur verið efnt til æfingabúða á miðju sumri fyrir börn og unglinga sem leggja stund á siglingar. Í ár verður verður engin undantekning frá þessari venju. Sjósportsklúbbur Austurlands verður gestgjafinn að þessu sinni og getum við reiknað með frábærri viku á yndislegum stað. Aðstæður til kænusiglinga eru mjög góðar og er gert ráð fyrir að þátttakendur geti gist í Grunnskóla Eskifjarðar. Þjálfarinn að þessu sinni verður Tim Anderton frá Bretlandi en hann hefur mikla reynslu af þjálfun og uppbyggingu barna- og unglingastarfs.

Ítarlegri upplýsingar um búðirnar má finna hér í kynningarskjali.

Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey verður með Faxaflóamót helgina 24.-26. júní.

Nú er bara að skella sér til sýslumanns og kjósa næsta forseta lýðveldisins og skella sér upp á Skaga.

Tilkynning um keppni á vefsíðu Brokeyjar

dögun

Að venju stendur Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey fyrir Þjóðhátíðarmóti á 17. júní. Frestur til skráningar er 15. júní. Keppni hefst kl. 14:00.

Tilkynningu um keppni má finna á heimasíðu Brokeyjar.

Hátíð hafsins verður haldin dagana 4.-5. júní og af því tilefni stendur Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey fyrir siglingakeppni. Keppnin verður 4. júní og hefst hún kl. 14:00, en venju samkvæmt mun Landhelgisgæslan ræsa keppendur með fallbyssuskothríð. 

Tilkynning um keppni