Æfingabúðamót Tilkynning um keppni
- Details
Í tengslum við æfingabúðir SÍL í Suðurnesjabæ verður haldið æfingabúðamót föstudaginn 1 júlí og Laugardaginn 2. júlí. Gert er ráð fyrir þátttöku allra þeirra sem skráðir eru á æfingabúðir og þurfa þeir ekki að skrá sig sérstaklega
Skráningarfrestur fyrir æfingabúðir rennur út 20 júní.
- Details
Eins og greint hefur verið frá verða Æfingabúðir SÍL haldnar í Reykjanesbæ þetta árið. Undirbúningru er langt kominn og Íslandsvinurinn Tom Wilson verður okkur innan handar í ár.
Skráning fer fram með því að senda nafn þátttakenda, félag og upplýsingar um greiðanda á sil(at)silsport.is -
Skráningu lýkur þann 20 júní 2022
Upplýsingar um skráningu, gistingu og aðstöðu er að finna á hlekknum hér á eftir Æfingabúðir
Miðsumarmót kæna
- Details
Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Miðsumarmót Kæna sem fram fer á Skerjafirðinum um helgina. Hægt er að nálgast tilkynningu um keppni hér
Opnunarmót Kjölbáta fór fram um helgina
- Details
Opnunarmót Kjölbáta fór fram um helgina í boði Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði. Siglt var frá Reykjavikur höfn til Hafnarfjarðar og tóku fjórir bátar þátt í keppninni. Fyrsti bátur kom í mark á 2 klukkustundum og 25 mínútum og var það Ísmolinn en með forgjöf endaði hann í öðru sæti.
Í fyrsta sæti var Sigurborgin úr Siglingafélaginu Ými og var Hannes Sveinbjörnsson skipstjóri voru þeir 5 umreiknuðum mínútum á undan Ísmolanum úr Siglingafélaginu Hafliða undir stjórn Gunnars Geir Halldórssonar. Það voru svo Brokeyingarnir á Dögun undir stjórn Þórarins Stefánsssonar sem vermdu 3 sætið rúmri 1 umreiknaðri mínútu á eftir Ísmolanum. Íris úr Siglingfélagi Reykjavíkur Brokey lenti svo í 4 sæti undir stjórn Arons Árnasonar
Page 7 of 50