Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Keppnisleyfi 2025
- Details
Á síðasta Siglingaþingi voru samþykktar breytingar á mótafyrirkomulagi sumarsins. Meðal þess sem ákveðið var er skráning veiting keppnisleyfa frá SÍL til allra þeirra sem hyggjast keppa í siglingum. Keppnisleyfir kostar 1500 krónur og gildir fyrir öll mót sumarsins, hvort sem það eru kænu eða kjölbátakeppnir á vegum SÍL. Upplýsingar um þá sem hafa keppnisleyfi verða birtar á heimasíðu SÍL þannig að þær sú aðgengilegar öðrum keppendum og mótshöldurum. Sótt er um leyfi um hlekkinn hér að neðan.
Aðalsteinn á Evrópumeistaramóti AERO
- Details
Aðalsteinn Jens Loftsson úr siglingafélaginu Ými er keppir nú á Evrópumeistaramótinu í Aero á Garda vatni. Eftir tvo daga er Aðalsteinn í 19 sæti en bestum árangri náði hann í 2 umferð þegar hann náði 8 sæti. Myndaalbúm frá keppninni er hægt að finna HÉR Og fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum þá birtast þau HÉR
Um hundrað keppendur eru á mótinu og er keppt á Aero 5, 6, 7 og 9. Aðalsteinn er í flokki Aero 7 ástamt 26 öðrum keppendum Peter Barton frá Bretlandi leiðir keppnina í flokknum, Ekki er keppt í dag vegna jarðafarar Páfa en keppni veðrur haldið áfram á morgun.
Kappsiglingareglur 2025-28
- Details
Nýjar kappsiglingareglur tóku gildi nú um áramótin.
Námskeið fyrir siglingamenn verður haldið helgina 15-16. mars undir handleiðslu Aðalsteins Jens Loftssonar. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Ýmis í Kópavogi. hefst klukkan 10 laugardaginn 15 mars.
Námskeiðs verð er ISK 12500 og felur í sér veitingar og hádegis snarl.
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í keppnum í sumar eru hvattir til að skrá sig á námskeiðið á skráningarsíðu SÍL
IRC forgjafir 2025
- Details
Búið er að opan fyrir umsóknir fyrir forgjafi 2025. Þeir sem voru með með forgjöf á síðasta ári fá umsóknar eyðublað sent í tölvupósti og þeir sem hafa huga á að fá sér forgjöf fyrir sumarið hafið sambandi við SÍL með tölvupósti þar sem fram kemur nafn umsóknar aðila og nafn og gerð báts.
Page 3 of 58