Siglingaklúbburinn Þytur hélt Miðsumarmót kæna laugardaginn 9. júní.

Alls tóku þátt 14 keppendur á 14 bátum: 4 á optimist, 6 á Laser Radial, 3 á Laser 4,7 og 1 á Finn.

Úrslit urðu eftirfarandi:

Optimist: 1. sæti Ólafur Áki Kjartansson, Brokey, 2. sæti Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey, 3. sæti Hjalti Bjarni Bjarnason, Brokey.

Laser Radial:  1. sæti Dagur Tómas Ásgeirsson, Brokey, 2. Sæti Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey, 3. sæti Ásgeir Kjartansson, Brokey.

Opinn Flokkur: 1. sæti Ísabella Sól Tryggvadóttir, Laser 4.7, Nökkva, 2. sæti Magnús Bjarki Jónsson, Laser 4.7, Þyt, 3. sæti Rúnar Steinssen, Finn, Þyt

Nánari upplýsingar um heildarúrslit, einstakar umferðir o.þ.h. má finna á vefsíðu Þyts.

20180602 135638

Laugardaginn 2. júní hélt Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey árlegt mót sitt í tilefni af Hátíð hafsins. Að venju sá Landhelgisgæslan um að ræsa keppendur með fallbyssuskothríð.

Úrslit urðu eftirfarandi:

bátur  félag forgjöf sigldur tími leiðréttur tími sæti
Dögun Brokey 0,838 01:10:58 00:59:28 1
Besta  Brokey 0,941 01:03:34 00:59:49 2
Ögrun Brokey 0,999 01:04:08 01:04:04 3
Sigurborg Ýmir 0,931 01:09:29 01:04:41 4

 

opn kæna2018

Opnunarmót kæna 2018 var haldið laugardaginn 26. maí í frekar leiðinlegu veðri sem eflaust hafði áhrif á þátttöku. Fimm keppendur mættu til leiks og sigldu fjórar umferðir í rigningu og kulda.

Úrslit urðu eftirfarandi:

1. Dagur Tómas Ásgeirsson, Brokey
2. Magnús Bjarki Jónsson, Þyt
3. Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey

Hér má svo finna nánari úrslit

Þann 16. september var loksins hægt að halda Hálfmaraþon Kayakklúbbsins sem átti að vera 2. september en var þá frestað vegna veðurs.

Úrslit mótsins:

  karlar - ferðabátar            
  Nafn Bátur Euro-ár Grænl. ár Vængár Tími Grótta Tími Nauthólsvík
1 Ólafur B. Einarsson Wave 55     X 01:19:57 02:22:57
2 Sveinn Axel Sveinsson Rockpool Taran     X 01:22:52 02:33:30
3 Örlygur Sigurjónsson Walley Q-Boat X     01:30:05 02:50:58
4 Páll Reynisson Explorer   X   01:45:18 03:28:12
5 Edwin Zanen Seawolf X     01:45:53 hætti keppni
6 Halldór Guðfinnsson Walley Nordkap     X 01:49:14 hætti keppni
               
  karlar - keppnisbátar            
1 Gunnar Svanberg EPIC V8 pro     X 01:21:41 02:38:42
               
  konur - ferðabátar            
1 Unnur Arnardóttir Lettmann Eski X     01:37:49 03:14:39

islmot

Siglingafélagið Ýmir hélt nú um helgina Íslandsmót kjölbáta 2017 og verður ekki annað sagt en að mótið tókst með eindæmum vel. Veðrið lék við keppendur, sólin skein á heiðskírum himni alla þrjá keppnisdagana og vindur var nógur og ekki síst fjölbreytilegur. Alls voru sigldar átta umferðir, en hver áhöfn kastar sinni lökustu og því eru það þær sjö bestu sem teljast til úrslita. Eftir tveggja daga keppni var Besta frá Brokey með örugga forustu en á þriðja degi gekk henni ekki eins vel og aðrir bátar náðu að klifra upp stigatöfluna. Það var því mikil spenna alveg fram í síðustu umferð. Að lokum voru Besta og Dögun jafnar að stigum og er þá farið eftir þeirri reglu að raða skuli þeim umferðum sem telja frá þeirri bestu til þeirrar lökustu og þar sem skilur á milli ráðast úrslitin.

Úrslitin urðu að lokum þessi:

bátur forgjöf félag 1. umf 2. umf 3. umf 4. umf 5. umf 6. umf 7. umf 8. umf samtals samt. m. brottkasti
BESTA 0,942 Brokey 1 1 1 1 3 5 3 5 20 15
DÖGUN 0,839 Brokey 3 2 2 3 2 1 2 3 18 15
ÍRIS 0,886 Brokey 4 3 4 4 1 2 1 2 21 17
AQUARIUS 0,985 Brokey 2 5 6 5 4 3 4 1 30 24
SIGURBORG 0,932 Ýmir 5 4 5 2 5 6 5 4 36 30
ICEPIC 0,929 Þytur 7 6 3 6 6 4 6 6 44 37
ÖGRUN 1,000 Brokey 6 7 7 7 7 8 7 7 56 48
ÁSDÍS 0,823 Þytur 8 8 8 8 8 7 8 8 63

55